Eftirlitsmaður í flugleiðsögudeild

  • Samgöngustofa
  • 09/11/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í flugleiðsögudeild á mannvirkja- og leiðsögusvið stofnunarinnar.

Verkefni:

Starfið snýr að eftirliti með fyrirtækjum með starfsleyfi til flugleiðsöguþjónustu en til flugleiðsögu teljast flugumferðar-, fjarskipta-, leiðsögu- og kögunarþjónusta, veðurþjónustu fyrir flug og upplýsingaþjónusta flugmála. Í starfinu felst framkvæmd úttekta og skoðana, einkum að því er varðar fjarskipta-, leiðsögu og kögunarþjónustu.

Hæfniskröfur:

* Krafist er háskólamenntunar sem nýtist í starfi eða viðeigandi tæknimenntunar.* Menntun og/eða reynsla af flugtengdri starfsemi er æskileg, svo sem af flugleiðsögu, flugrekstri eða flugkerfum.* Þekking á gæða- og öryggisstjórnunarkerfum og reynsla á því sviði er kostur.* Þekking á íslenskum og alþjóðlegum kröfum í flugmálum, s.s. flugleiðsögu er æskileg.* Mjög góð tök á ensku er skilyrði sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.* Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í starfi ásamt skipulagningu og ögun í verkum sínum. Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Skipulagseining:

SGS Mannvirkja- og leiðsögusvið

Heimilisfang:

Ármúli 2

Póstfang:

108 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

26.11.2018

Tengiliðir:

Undirtexti:

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.