HAGFRÆÐINGUR - FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTIÐ

 • Hagvangur
 • 09/11/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að metnaðarfullum og framsæknum hagfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði efnahagsmála. Starfið felur í sér stefnumörkun, ráðgjöf og greiningar. Um er að ræða nýtt starf skrifstofu efnahagsmála.

 

Skrifstofa efnahagsmála hefur umsjón með undirbúningi og eftirfylgni með efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, samhæfingu opinberrar hagstjórnar og kynningu á efnahags- og hagstjórnarmálum innanlands og utan. Í því skyni annast skrifstofan mat á þróun og horfum í efnahagsmálum og samskipti við Hagstofu Íslands um gerð þjóðhagsspár. Skrifstofan annast gerð hagfræðilegra athugana, sviðsmynda- og frávikagreiningar, vöktun hagstærða og samskipti við erlend matsfyrirtæki og ýmsar alþjóðlegar stofnanir á sviði efnahagsmála, þ.m.t. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD). Skrifstofan starfar náið með öðrum skrifstofum ráðuneytisins varðandi framgang stefnu ríkisstjórnarinnar í opinberum fjármálum.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

 • Stefnumörkun og ráðgjöf í hagstjórn.
 • Samþætting heildarstefnu í efnahagsmálum.
 • Greiningar á stöðu og horfum í efnahagsmálum.
 • Kynningar á stöðu og þróun efnahagsmála í ræðu og riti.
 • Þátttaka í alþjóðastarfi og samskipti við erlendar stofnanir og aðila á fjármálamarkaði.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Meistaranám í hagfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfinu.
 • Þekking á efnahagsmálum í þjóðhagslegu samhengi og opinberri hagstjórn.
 • Reynsla af greiningarvinnu sem nýtist í starfi.
 • Greinandi, gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun.
 • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði og góð enskukunnátta er nauðsynleg.
 • Reynsla af notkun hagrannsóknaforrita á borð við Eviews kostur.
 • Góð samskipta- og skipulagshæfni auk hæfileika til að leiða teymisvinnu.

Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað. Á skrifstofu efnahagsmála starfa nú 4 starfsmenn en í ráðuneytinu eru alls um 90 starfsmenn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita:
Aldís Stefánsdóttir í fjármála-og efnahagsráðuneytinu  - aldis@fjr.is
Inga S. Arnardóttir hjá Hagvangi - inga@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur til: 26. nóvember 2018