Sjúkraliði - Bæklunarskurðdeild

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 12/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Sjúkraliði óskast til starfa við bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi á skurðlækningasviði. Deildin er bráðadeild og þjónar sjúklingum vegna hrygg- og liðskiptaaðgerða eða áverka á stoðkerfi. Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.

Kjörið tækifæri gefst til að kynnast gefandi og einstaklingshæfðri hjúkrun sjúklinga sem þurfa mikla og flókna umönnun. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu deildarstjóra eða Eddu Þöll sjúkraliða.

Helstu verkefni og ábyrgð » Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun
» Þátttaka í teymisvinnu

» Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Um er að ræða 3 stöðugildi.

Starfshlutfall er samkomulag, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og sjúkraliðaleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 50 - 100% Umsóknarfrestur 26.11.2018 Nánari upplýsingar Ingibjörg Hauksdóttir, ingahauk@landspitali.is, 824 5958 Edda Þöll Hauksdóttir, eddat@landspitali.is, 543 7470 LSH Bæklunarskurðdeild Fossvogi 108 Reykjavík