Landverðir á Suður- og Vesturlandi

  • Umhverfisstofnun
  • 23/11/2018
Fullt starf Ferðaþjónusta Sérfræðingar Önnur störf

Um starfið

Umhverfisstofnun leitar að fjórum starfsmönnum til að sinna heilsárslandvörslu á Suður- og Vesturlandi.

  • Starf yfirlandvarðar á starfssvæðinu Dyrhólaey og Skógafossi
  • Starf landvarðar á friðlýstum svæðum á Vesturlandi
  • Starf landvarðar á starfssvæðinu Gullfossi og Geysi
  • Starf landvarðar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Helstu verkefni
Störf landvarða felast í að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga, sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða séu virt. Landverðir koma á framfæri upplýsingum og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, viðhald innviða og halda við merktum gönguleiðum.

Auk þess að sinna viðkomandi starfssvæði munu starfsmennirnir taka þátt í öflugu teymi sérfræðinga og landvarða.

Ítarlegri upplýsingar
Ítarlegri upplýsingar um störfin og hæfniskröfur til þeirra er að finna á starfatorg.is og www.umhverfisstofnun.is/storf-i-bodi

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2018.