Markaðsstjóri á heimsmælikvarða

  • Róró ehf
  • 23/11/2018
Fullt starf Stjórnendur Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Hjá okkur þarft þú að hjálpa örþreyttum foreldrum og grátandi ungum börnum um allan heim. Róró er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að þróa lausnir sem bæta svefn og líðan barna og foreldra en fyrsta varan er Lulla doll sem hefur unnið til fjölda verðlauna og hefur náð miklum vinsældum á alþjóðamarkaði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi og einnig er staðsett dótturfélag i Bandaríkjunum.

Hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun á sviði markaðs- og/eða viðskiptafræða
  • Stjórnunarreynsla á sviði markaðsmála
  • Þekking á stafrænni markaðssetningu
  • Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
  • Mjög góð samskiptafærni
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku er skilyrði

Við þurfum einstakling sem á auðvelt með að vinna með fólki frá ólíkum menningarheimum, er tilbúinn í stóru og litlu verkefnin, hugsar út fyrir boxið og hugsar í lausnum, er óhræddur við að prófa nýja hluti og er tilbúinn til að vinna með frábærum hópi fólks bæði hér heima og erlendis. Vertu því tilbúinn í fjölbreytta daga.

Umsóknir sendist á job@rorocare.com

Umsóknarfrestur til 15.desember 2018

Hulda Helgadóttir hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu hefur umsjón með starfinu og veitir frekari upplýsingar ef óskað er í síma 561 5900 eða í tölvupósti hhr@hhr.is