Viltu taka þátt í að móta bókasafn framtíðarinnar?

 • Reykjavíkurborg
 • Borgarbókasafnið, Tryggvagötu 15
 • 27/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Fræðslu- og miðlunardeild

Borgarbókasafnið | Verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds

Laus er til umsóknar tímabundin 80% staða verkefnastjóra miðlunar og sýningarhalds til eins árs hjá Borgarbókasafninu.

Borgarbókasafnið hefur markað sér metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu, jafnt í miðlun sem og þjónustu við gesti. Viðburða- og sýningarhald í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á alþýðumenningu, barnamenningu og fjölmenningu, með samveru, upplifun, miðlun og menningarlæsi að leiðarljósi.

Verkefnastjóri heyrir undir fræðslu- og miðlunardeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur frumkvæði að og umsjón með sýningarhaldi og hönnun markaðs- og kynningarefnis.

Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnastjóri sér um hönnun markaðs- og kynningarefnis fyrir prent-, vef- og samfélagsmiðla. Hann ber ábyrgð á sýningarhaldi og tengdum viðburðum og er í samskiptum við listamenn og samstarfsaðila. Verkefnastjóri tekur þátt í teymisvinnu, innan safns sem utan.

Hæfniskröfur

 • - háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi
 • - að lágmarki 2ja ára reynsla af verkefnastjórnun, grafískri hönnun og sýningarhaldi
 • - metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi
 • - færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum
 • - færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • - góð almenn tölvukunnátta og mjög góð þekking á InDesign, Illustrator, Photoshop og hvers kyns nýmiðlun
 • - íslensku- og enskukunnátta sem nýtist í starfi og geta til að tjá sig í ræðu og riti, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur en ekki skilyrði
 • - mjög góðir skipulagshæfileikar og fagmennska í vinnubrögðum
 • Næsti yfirmaður er deildarstjóri fræðslu og miðlunar.
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ársbyrjun 2019.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 80%
Umsóknarfrestur: 16.12.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Menningar- og ferðamálasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Dís Jónatansdóttir í síma 411 6115 og tölvupósti gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is.

Borgarbókasafnið
Tryggvagötu 15
101 Reykjavík