Rafeindavirki við stýribúnað

 • Reykjavíkurborg
 • Þjónustumiðstöð borgarlandsins, v/ Stórhöfða
 • 29/11/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Umferðarljós - Verkamenn

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir rafeindavirkja við stýribúnað á Þjónustumiðstöð borgarlandsins tímabundið í eitt ár.

Þjónustumiðstöðin sinnir margvíslegum verkefnum í borgarlandinu, hreinsun gatna og gönguleiða, vetrarþjónustu, grasslætti, uppsetningu og viðhaldi umferðar- og gangbrautaljósa og umferðamerkja, útleigu á lokunarbúnaði og fánaborgum, umsjón og viðhaldi hitakerfa auk eftirlits með framkvæmdum veitustofnana.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Uppsetning og viðhald umferðarljósa
 • • Uppsetning og viðhald hraða og rauðljósamyndavéla
 • • Uppsetning og viðhald á hjólateljurum og hraðamælum
 • • Uppsetning og viðhald umferðaskynjara
 • • Uppsetning og viðhald á ýmsum öðrum rafmagnsbúnaði
 • • Stjórnun og tilsögn við vinnu á verkstað
 • • Verkbókhald
 • • Samskipti við ýmsa hagsmunaaðila, íbúa og aðrar stofnanir Reykjavíkur

Hæfniskröfur

 • • Menntun í rafeindavirkjun
 • • Þekking og reynsla af vinnu við rafbúnað
 • • Almenn ökuréttindi skilyrði
 • • Vinnuvélapróf er kostur
 • • Ákveðni, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
 • • Þekking á gatnakerfi Reykjavíkur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 13.12.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingvarsson í síma og tölvupósti bjorn.ingvarsson@reykjavik.is.

Þjónustumiðstöð borgarlandsins
v/ Stórhöfða
110 Reykjavík