Sjúkraliði - Smitsjúkdómadeild

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 29/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Viltu öðlast fjölþætta reynslu? Við óskum eftir sjúkraliða til starfa á smitsjúkdómadeild A7 á lyflækningasviði. Starfshlutfall er samkomulagsatriði, unnið er í vaktavinnu sem hefur marga kosti umfram dagvinnu.

Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð lyflæknisvandamál. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Góður starfsandi er ríkjandi og unnið er markvisst að faglegri þróun og fögnum við nýjum hugmyndum.

Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Velkomið að heimsækja okkur, áhugasamir hafið samband við Stefaníu deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð » Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun

» Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun

Hæfnikröfur » Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Starfið er laust 1. febrúar 2019 eða fyrr eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Um er að ræða 4 stöðugildi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem tæplega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 50 - 100% Umsóknarfrestur 17.12.2018 Nánari upplýsingar Stefanía Arnardóttir, stefarn@landspitali.is, 825 3688 Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, thoring@landspitali.is, 824 5480 LSH Smitsjúkdómadeild Fossvogi 108 Reykjavík