Verkefnastjóri í rekstrarlausnum

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
  • 12/12/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT) leitum að jákvæðum og öflugum liðsmanni sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefnastjórnun í tækniumhverfi Landspítala.

Rekstrarlausnir (RL) er eining innan HUT sem sér um rekstur og þróun miðlægra tölvukerfa Landspítala. Í RL starfa um 17 sérfræðingar sem sinna daglegum rekstri um 750 netþjóna og yfir 400 kerfa af ýmsum gerðum, ásamt innkaupum og innleiðingu á miðlægum tölvubúnaði. Um er að ræða gott starfsumhverfi, spennandi verkefni auk virkrar endurmenntunar og möguleikum á starfsþróun.
Starfsemi HUT er vottuð samkvæmt öryggisstaðlinum ISO 27001

Helstu verkefni og ábyrgð Verkefnastjórnun í verkefnum rekstrarlausna.
Umsjón með verkefnaskrá.
Samskipti við starfsmenn og stjórnendur heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar

Verkefnastjórnun í verkefnum rekstrarlausna.
Umsjón með verkefnaskrá.
Samskipti við starfsmenn og stjórnendur heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar

Hæfnikröfur Menntun og reynsla í verkefnastjórnun er æskileg.
Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærilegu er æskileg.
Þekking og reynsla í upplýsingatækni er mikilvæg.
Vottun í verkefnastjórnun, IPMA-C eða sambærileg, er æskileg.
Skipulagshæfileikar og frumkvæði ásamt metnaði til að ná árangri í starfi.
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Menntun og reynsla í verkefnastjórnun er æskileg.
Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærilegu er æskileg.
Þekking og reynsla í upplýsingatækni er mikilvæg.
Vottun í verkefnastjórnun, IPMA-C eða sambærileg, er æskileg.
Skipulagshæfileikar og frumkvæði ásamt metnaði til að ná árangri í starfi.
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á www.landspitali.is undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Viðkomandi þarf að vísa fram hreinu sakavottorði.


Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 17.12.2018 Nánari upplýsingar Ólafur Helgi Halldórsson, olafurha@landspitali.is, 5435453 LSH Rekstrarlausnir Eiríksgötu 5 101 Reykjavík