Brunavarnir A-Hún auglýsa starf slökkviliðsstjóra

  • Brunavarnir Austur Húnavatnssýslu
  • 30/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Bílar Sérfræðingar Önnur störf

Um starfið

Brunavarnir A-Hún., auglýsir starf slökkviliðsstjóra laust til umsóknar. Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru m.a. rekstur slökkviliðs, menntun og æfingar slökkviliðsmanna, ásamt eldvarnareftirliti sveitarfélaganna og öðru því er snýr að rekstri slökkviliðs A-Hún. Slökkviliðsstjóri er æðsti yfirmaður slökkviliðsins og stjórnar því æfingum og útköllum og starfar undir stjórn Brunavarna A-Hún. Slökkvilið A-Hún, er staðsett á Blönduósi og sinnir Blönduósbæ og Húnavatnshreppi en um þau sveitarfélög liggur einnig þjóðvegur nr 1.


Um er að ræða hlutastarf, samkvæmt nánara samkomulagi 60% (-100%) og verður leytast við að finna starf á móti, sem fellur að starfskyldum slökkviliðsstjóra, samhliða ráðningunni, ef við á.


Umsækjendur skulu uppfylla ákvæði í 15. og 17. grein laga nr. 75/2000 um brunavarnir. Auk þess er krafist reynslu/ árangurs í stjórnun og mannaforráðum og hæfni í mannlegum sam skiptum. Þá þarf viðkomandi að vera löggiltur slökkviliðsmaður með a.m.k. árs starfsreynslu eftir löggildingu eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.

Allar nánari upplýsingar um starfið veita, Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður stjórnar Brunavarna, í síma 843 0016 eða Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri í síma 860 6770.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2018, og skal senda umsóknir á Blönduósbær, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, merkt: “Slökkviliðsstjóri – Brunavarnir A-Hún”, eða á netfangið: valdimar@blonduos.is