FRAMKVÆMDASTJÓRI

 • Gluggasmiðjan
 • 30/11/2018
Fullt starf Skrifstofustörf Stjórnendur Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Gluggasmiðjan leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu úr byggingariðnaði og rekstri fyrirtækja.


Upplýsingar um fyrirtækið

Gluggasmiðjan hefur í um 70 ár þjónað fyrirtækjum og einstaklingum í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum. Afraksturinn er stór hópur ánægðra viðskiptavina sem og fjöldinn allur af fallegum byggingum. Gluggasmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu á gluggum og hurðum af öllum stærðum og gerðum og úr ýmsum efnum. Á áratuga ferli hefur Gluggasmiðjan aðlagað sínar vörur að íslenskum aðstæðum og veðurfari. Gluggasmiðjan byggir á reynslu, vörugæðum, öryggi og lipurri þjónustu.

Helstu verkefni:

 • Daglegur rekstur fyrirtækisins
 • Þróun á skipulags- og ferlamálum fyrir framleiðsluna 
 • Undirbúningur og innleiðing umbóta í samráði við stjórn 
 • Markmiðasetning og eftirfylgni í rekstri 
 • Samningar við birgja, innlenda sem erlenda

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
 • Góð skipulags- og samskiptahæfni
 • Þekking á vöruþróun og vörustjórnun er kostur
 • Stjórnunarreynsla
 • Geta til að koma frá sér ræðu og riti á ensku og íslensku
 • Drifkraftur og þrautseigja

Nánari upplýsingar:

Starfsferilskrá ásamt kynningabréfi óskast send á umsokn@reir.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rannveig Eir Einarsdóttir (rannveig@reir.is / gsm 896-9591).

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2018.