Sérfræðingur á skrifstofu lífskjara og vinnumarkaðar

  • Velferðarráðuneytið
  • 30/11/2018
Fullt starf Fjármálastarfssemi Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu lífskjara og vinnumarkaðar. Meginhlutverk skrifstofunnar er að taka þátt í mótun stefnu stjórnvalda á málefnasviði skrifstofunnar. Enn fremur er skrifstofunni ætlað að hafa yfirsýn yfir framkvæmd stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir m.a. með gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og reglugerða ásamt þátttöku í nefndarstörfum innanlands og erlendis. Lögð er áhersla á gott samráð og samstarf við stofnanir og hagsmunaaðila á málefnasviðum skrifstofunnar. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Meginhlutverk skrifstofu lífskjara og vinnumála er að móta stefnu stjórnvalda á sviði almannatrygginga, húsnæðismála, fjármála heimilanna, vinnuverndar og vinnumála, þar á meðal starfsendurhæfingar. Markmiðið er að sem flestir fái notið sín í íslensku samfélagi óháð efnahag og aðstæðum að öðru leyti. 

Hæfnikröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
Reynsla og þekking á starfsendurhæfingu, vinnumarkaði, almannatryggingum eða sambærilegum verkefnum/störfum.
Reynsla og færni í miðlun og framsetningu á efni.
Jákvæðni, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum. 
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og hæfni til að vinna í teymi. 
Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. 
Góð kunnátta í ensku skilyrði og vald á einu Norðurlandamáli er kostur. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Um er að ræða fullt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Heimasíða velferðarráðuneytisins

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.12.2018

Nánari upplýsingar veitir
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir - hanna.sigridur.gunnsteinsdottir@vel.is - 5458100
Ágúst Þór Sigurðsson - agust.thor.sigurdsson@vel.is - 5458100

VEL Skrifstofa lífskjara og vinnumála
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið