SORPA auglýsir eftir starfsfólki í móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi og á endurvinnslustöð

  • SORPA bs.
  • 30/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Í starfi almenns starfsmanns felst afgreiðsla til viðskiptavina, dagleg umhirða og þrif stöðvar. Móttaka og leiðsögn til viðskiptavina, mat á stærð og eðli farms auk aðstoðar við flokkun.

 

Í starfi vélarmanns í móttökustöð felst vinna á stórum vinnuvélum, tilfærsla og flutningur á förmum og flokkun á gólfi ásamt öðrum tilfallandi störfum. Viðkomandi þarf að sjá um þrif og umhirðu á vélum.

Viðkomandi þarf að hafa vinnuvélaréttindi á gröfu og hjólaskóflu.

 

Um vaktavinnu er að ræða, 100% starfshlutfall á dagvinnutíma.

 

Leitað er að starfsmanni sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund og lipra framkomu. Snyrtimennska og gott vald á íslensku er skilyrði.
Reynsla af afgreiðslu- og þjónustustörfum er kostur. Áhugi og/eða þekkingar á umhverfismálum er kostur .

  

Umsóknarfrestur er til 15. desember.