SAMEINDALÍFFRÆÐNGUR - afleysing

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 30/11/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við leitum eftir jákvæðum, metnaðarfullum og þjónustuliprum sameindalíffræðing með reynslu og góðan bakgrunn í sameindalíffræði. Um er að ræða afleysingastarf til 15 mánaða. Ráðningatími er frá janúar 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Á rannsóknastofu frumulíffræðinnar sem er staðsett við Hringbraut/Eiríksgötu eru góð tækifæri til þess að þróa sig áfram í starfi og auka við starfþekkingu á þessu sviði. Auk fjölbreyttra þjónusturannsókna eru stundaðar á rannsóknastofunni vísindarannsóknir á tilurð og framvindu krabbameina. Þar starfa aðallega líffræðingar en á öðrum einingum meinafræðideildar starfa meinafræðingar, lífeindafræðingar og fleiri fagstéttir.

Helstu verkefni og ábyrgð » Vinna við þjónusturannsóknir og sérhæfð verkefni sem heyra undir starfsemi deildarinnar
» Taka þátt í vinnu við vísindarannsóknir
» Þátttaka í uppsetningu nýrra aðferða sem byggja á sameindalíffræði
» Stuðla að góðri þjónustu og starfsanda á rannsóknastofunni

» Vinna við þjónusturannsóknir og sérhæfð verkefni sem heyra undir starfsemi deildarinnar
» Taka þátt í vinnu við vísindarannsóknir
» Þátttaka í uppsetningu nýrra aðferða sem byggja á sameindalíffræði
» Stuðla að góðri þjónustu og starfsanda á rannsóknastofunni

Hæfnikröfur » Starfsreynsla sem nýtist í starfi
» Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
» Frumkvæði, metnaður, samviskusemi og jákvætt viðmót
» Áhugi á vísindum og vísindarannsóknum
» Meistarapróf í sameindalíffræði eða sambærilegt

» Starfsreynsla sem nýtist í starfi
» Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
» Frumkvæði, metnaður, samviskusemi og jákvætt viðmót
» Áhugi á vísindum og vísindarannsóknum
» Meistarapróf í sameindalíffræði eða sambærilegt

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem tæplega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 17.12.2018 Nánari upplýsingar Rósa Björk Barkardóttir, rosa@landspitali.is, 543 8033 LSH Frumulíffræði Hringbraut 101 Reykjavík