SKJALASTJÓRI - EFLING

  • Hagvangur
  • 01/12/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Efling stéttarfélag óskar eftir skjalastjóra. Um er að ræða nýtt starf og áhugavert tækifæri fyrir einstakling sem vill koma að þróun og innleiðingu nýs skjalastjórnunarkerfis. Starfið býður upp á fjölbreytt verkefni og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið
• Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórnun
• Umsjón með móttöku erinda og skjölun
• Umsjón með frágangi skjalasafns og eftirfylgni með skjalaskráningu
• Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn um skjalavistun
• Skipulagning og framkvæmd fræðslu um skjalamál
• Ábyrgð á þróun rafræns skjalastjórnunarkerfis og upplýsingakerfa
• Önnur tengd verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í bókasafns- og upplýsingafræði
• Þekking og reynsla af skjalastjórnun er skilyrði
• Reynsla af innleiðingu skjalastjórnunarkerfis er kostur
• Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
• Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
• Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti


Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is 

Umsóknarfrestur til: 10. desember 2018   Sækja um