Verkefnastjóri fasteigna

 • Reykjavíkurborg
 • , Tjarnargötu 11
 • 03/12/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar

Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða framsýnan og metnaðarfullan einstakling til starfa á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en þar starfa 14 einstaklingar og er skrifstofan staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar annast eignaumsýslu Reykjavíkurborgar og fylgir eftir gildandi stefnum um skipulag, þróun atvinnusvæða og atvinnuuppbyggingu sem hluta af heildstæðri og sjálfbærri borgarþróun. SEA gerir samning við umhverfis- og skipulagssvið (USK) um verklegar framkvæmdir fjárfestingaákvarðana og ýmis eignaumsýsluverkefni.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar um starfið veita Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri í gegnum tölvupóstfangið oli.jon.hertervig@reykjavik.is og Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar í gegnum tölvupóstfangið ragnhildur.isaksdottir@reykjavik.is

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Áætlanagerð vegna fasteigna.
 • Þátttaka í gerð fjárfestingaáætlana.
 • Greining viðhaldsverkefna.
 • Umsjón með gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.
 • Samskipti við íbúa, verkfræðistofur og verktaka og svara fyrirspurnum og erindum.
 • Samstarf við Umhverfis- og skipulagssvið um fjármögnunar- og framkvæmdaáætlanir.
 • Taka þátt í stjórnun ýmissa tilfallandi verkefna deildar og eftirfylgni þeirra.
 • Margvísleg verkefni tengd stefnumótun, þróun byggingarsvæða og uppbyggingu fasteigna.

Hæfniskröfur

 • Háskólagráða í byggingaverkfræði eða byggingartæknifræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsgráða er kostur.
 • Þekking og reynsla af viðhaldi og rekstri fasteigna.
 • Reynsla af faglegri verkefnastjórnun.
 • Reynsla af gerð starfs- og fjárhagsáætlana er kostur.
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
 • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti
 • Hagnýt tölvukunnátta og geta til að vinna undir álagi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélagi.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.12.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skr. eigna og atvinnuþróunar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Óli Jón Hertervig í síma 411 1111 og tölvupósti oli.jon.hertervig@reykjavik.is.


Tjarnargötu 11
101 Reykjavík