Ert þú öflugur leiðtogi?

 • Reykjavíkurborg
 • , Laugavegi 77
 • 03/12/2018
Fullt starf

Um starfið

Stuðningur og Ráðgjöf- Miðborg og Hlíðar

Deildarstjóri á þjónustumiðstöð

Við leitum að framsýnum, metnaðarfullum og öflugum leiðtoga sem er leiðandi í þróun þjónustunnar, veitir faglega forystu og ber ábyrgð á starfsemi úrræða fyrir fólk með fjölþættan vanda, s.s. neyðarskýla og búsetu fyrir einstaklinga í vímuefnaneyslu.

Á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að þjónustu við borgarbúa á öllum aldri. Starfið á þjónustumiðstöðinni einkennist af metnaði, liðsheild og starfsánægju.

Þjónustumiðstöðin tekur þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Stjórnunarleg, fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi deildarinnar
 • • Ábyrgð á þjónustu við fólk með fjölþættan vanda
 • • Ábyrgð á þróun og nýbreytni í þjónustu við einstaklinga með fjölþættan vanda
 • • Samskipti og upplýsingagjöf til fjölmiðla, stofnana og almennings

Hæfniskröfur

 • • Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
 • • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum
 • • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • • Reynsla af stjórnun, breytingastjórnun og umbótastarfi
 • • Hæfni og reynsla í miðlun upplýsinga
 • • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 15.12.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Erla Arnardóttir í síma 411‒1600 og tölvupósti sigthrudur.erla.arnardottir@reykjavik.is.


Laugavegi 77
101 Reykjavík