Starfsmaður Framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar

  • Bláskógabyggð
  • 03/12/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

Starfsmaður Framkvæmda- og veitusviðs.

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir stöðu starfsmanns Framkvæmda- og veitusviðs  lausa til umsóknar. Bláskógabyggð leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa. Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið.

Meginverkefni:

  • Verkefni sem snúa að verklegum framkvæmdum s.s. tæknivinnu, viðhaldsverkefnum, nýframkvæmdum, umsjón og verkeftirliti. Aðstoða við framkvæmd viðhaldsverkefna.
  • Verkefni sem snúa að starfi á skrifstofu, s.s. áætlanavinna og aðstoða við gerð útboða.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Menntun starfsmanns skal vera iðnaðar og/eða tæknimenntun.
  • Stundvísi og reglusemi og færni í almennum samskiptum, en mikil áhersla er lögð á góða þjónustu hjá Bláskógabyggð.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð góð yfirsýn.
  • Nákvæmni og skilvirkni í starfi.
  • Krafa um góða almenna tölvukunnátta.
  • Hafi skilning og þekkingu á áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð.

Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2018 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti 801 Selfoss.