Aðstoðarmatráður

  • Bláskógabyggð
  • 03/12/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Aðstoðarmatráður

Vegna forfalla auglýsir sveitarfélagið Bláskógabyggð stöðu aðstoðarmatráðs  lausa til umsóknar. Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og dugandi einstaklingi á líflegan og skemmtilegan vinnustað. Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið.

Meginverkefni:

  • Aðstoð við matseld
  • Umsjón með frágangi og þrif í eldhúsi.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

 

Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2018 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti 801 Selfoss.

 

-Jákvæðni-Virðing-Traust-