Bókavörður í Borgarbókasafninu, Grófinni

 • Reykjavíkurborg
 • Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15
 • 04/12/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Borgarbókasafnið Grófinni

Laus er til umsóknar 100% staða bókavarðar við Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15.

Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn Reykvíkinga og starfar eftir lögum um bókasöfn frá 2012. Það rekur sex söfn í borginni, bókabílinn Höfðingja og sögubílinn Æringja. Nánari upplýsingar um starfsemi safnsins má finna á vefsíðunni www.borgarbokasafn.is

Bókaverðir sinna margvíslegum verkefnum og er starfið fjölbreytt og skemmtilegt.

Leitað er að jákvæðum, kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi með áhuga á fólki, menningu, bókmenntum og löngun til að vinna með fólki á öllum aldri.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þjónusta við notendur safnsins, afgreiðsla, frágangur og uppröðun safnefnis, starf með börnum og unglingum og önnur verkefni s.s. aðstoð við viðburði. Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum.

Hæfniskröfur

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
 • Færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og rík þjónustulund.
 • Reynsla og/eða áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Grunnþekking í notkun tölva.
 • Handlagni og hugmyndaauðgi.
 • Snyrtimennska.
 • Góð íslenskukunnátta og kunnátta í ensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 17.12.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Menningar- og ferðamálasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Barbara Helga Guðnadóttir í síma 7896390 og tölvupósti barbara.gudnadottir@reykjavik.is.

Borgarbókasafnið Grófinni
Tryggvagötu 15
101 Reykjavík