Deildarstjóri - leikskólinn Hulduheimar

  • Reykjavíkurborg
  • , Vættarborgum 11
  • 04/12/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Hulduheimar

Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólanum Hulduheimum, Vættaborgum 11 í Grafarvogi.

Leiðarljós og einkunnarorð okkar í starfi eru: Virðing-gleði-vinátta

Hulduheimar er fjögra deilda leikskóli sem vinnur í anda hugmyndafræðinnar Reggio Emilia, þar sem sjálfstæði, sjálfsefling og lýðræði er rauði þráðurinn í gegnum hugmyndafræðina.

Leikskólinn er staðsettur á frábærum stað þar sem stutt er í fjöru og fallegt umhverfi sem er vel nýtt til útiveru og útináms. Við erum grænfána skóli og hugum að umhverfismennt. Í vetur leggjum við mikla áherslu á frjálsa leikinn og erum að kynna okkur kennsluaðferðina Leikur að læra því til viðbótar. Unnið er með skráningar og ferilmöppur barna um veru þeirra og vinnu í leikskólanum og heima í frístundum.

Leikskólinn er sífelldri þróun og óskum við eftir leikskólakennara sem er tilbúin til að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera hluti af lifandi, faglegu og skemmtilegu samfélagi.

Ef áhugi er fyrir hendi þá endilega komið við og skoðið hvað við erum að gera.

Starfið er laust frá 2. janúar eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 16.12.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Rós Hansdóttir í síma 5861870 og tölvupósti elin.ros.hansdottir@reykjavik.is.


Vættarborgum 11
112 Reykjavík