Frístundaráðgjafi félagsmiðstöðva - Miðberg

 • Reykjavíkurborg
 • Miðberg, Gerðubergi 1
 • 04/12/2018
Hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Miðberg - Unglingastarf

Félagsmiðstöðar i Breiðholti óska eftir starfmönnum í hlutastörf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á lýðræðisþátttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Félagsmiðstöðvastarfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif þeirra á starfið.

Markmið Miðbergs er að veita börnum og unglingum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna.

Í boði eru hlutastörf, 15 -50%, með sveigjanlegum vinnutíma seinni part dags.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar og umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulagning og framkvæmd á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
 • Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
 • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og annarra samstarfsaðila.
 • Samráð og samvinna við börn, unglinga og samstarfsfólk.
 • Framfylgja og móta stefnu skóla- og frístundasviðs í málefnum frítímans.

Hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Áhugi að vinna með börnum og unglingum.
 • Færni í samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
 • Góð íslensku– og almenn tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og StRv.

Starfshlutfall: 0%
Umsóknarfrestur: 17.12.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristrún Lilja Daðadóttir í síma 411 5753 og tölvupósti kristrun.lilja.dadadottir@reykjavik.is.

Miðberg
Gerðubergi 1
111 Reykjavík