Skólaliði - Árbæjarskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Árbæjarskóli, Rofabæ 34
 • 04/12/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Árbæjarskóli - Almennt

Skólaliði óskast til starfa við Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru um 645 talsins en skólinn er safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru um 90 og er starfsandi mjög góður. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku erlendra nemenda og að þeir nái sem fyrst góðum tökum á íslenskri tungu. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem vilja vinna í góðu og jákvæðu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að sinna nemendum í leik og starfi, m.a. að sinna gæslu í frímínútum nemenda.
 • Vinna í matsal.
 • Sjá um daglega ræstingu skv. vinnuskipulagi.

Hæfniskröfur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
 • Fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Snyrtimennska og nákvæmni.
 • Íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.12.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Sturlaugsdóttir í síma 411-7700 og tölvupósti gudlaug.sturlaugsdottir@rvkskolar.is.

Árbæjarskóli
Rofabæ 34
110 Reykjavík