Starfskraftur óskast í Heima og stuðningsþjónustu

  • Reykjavíkurborg
  • , Hátúni 10A
  • 06/12/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Heimaþjónusta Hátúni

Heima- og stuðningsþjónusta, í Hátúni 10, óskar eftir frábærum einstaklingi sem vill bætast við í skemmtilegan hóp. Við viljum hvetja Félagsliða til að sækja um starfið.

Um 100% starf er um að ræða. Það er starfað á milli 8-16 á virkum dögum en það er möguleiki á lítilli kvöldvinnu í gegnum stuðningsþjónustuna ef fólk hefur áhuga.

Við erum lítill þéttur hópur sem leggjur áherslu á samvinnu og að vinnan verði skemmtileg.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Við erum í þeirri mikilvægu stöðu að aðstoða fólk svo það geti búið sjálfstætt inná sínu eigin heimili. Aðallega eru þetta þrif en ásamt þvi þá aðstoðum við fólk með þvott, verslunarferðir, lyfjagjafir o.fl.
  • Við erum líka að leita að stuðningsþjónustu eða liðveislu. Þá er hluti af starfinu að rjúfa félagslega eingangrun ákveðinna einstaklinga og auka þátttöku þeirra í daglegu lífi.

Hæfniskröfur

  • Félagsliðamenntun er kostur
  • Reynsla af heimaþjónustu, stuðningsþjónustu eða sambærilegum störfum er kostur.
  • Bjartsýni og jákvæðni í starfi er risastór kostur.
  • Stundvísi, lipurð og sjálfstæði er nauðsynleg.
  • Grunnkunnátta í íslensku er nauðsyn

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.12.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson í síma 562-2712 og tölvupósti jens.ivar.johonnuson.albertsson@reykjavik.is.


Hátúni 10A
105 Reykjavík