Viðhald og verðmætaflutningar

 • FoodCo hf
 • 06/12/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

FoodCo leitar að starfsmanni í viðhald og verðmætaflutninga.

 

FoodCo á og rekur sjö þekkt vörumerki í veitingageiranum á Íslandi. Samtals starfa hjá okkur um 500 manns á 21 útsölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu starfar þéttur hópur af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki.

Við leitum að starfsmanni sem er laghentur og fellur vel að góðum hópi starfsfólks okkar. Starfið hentar einstakling sem hefur framúrskarandi samskiptahæfileika, þjónustulund og gengur í verk.

Lýsing á starfinu

Viðkomandi sér um að flytja verðmæti á milli staða, sinnir almennu viðhaldi á veitingastöðunum og almennum sendlastörfum auk sérverkefnum þegar við á.

Samskipti og þjónusta við leiðtoga á veitingastöðum.

 

Reglulegur vinnutími er frá 9-17 á virkum dögum auk þess að sinna einstökum útköllum utan hefðbundins vinnutíma.

 

Hæfniskröfur

 • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði.
 • Bílpróf
 • Iðnmenntun er mikill kostur, s.s. rafvirkjun, smíði ofl.
 • Þekking og reynsla af viðgerðum
 • Skipulagshæfni og verkvit eru skilyrði.
 • Gott er að viðkomandi sé duglegur til verka og stundvís.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Hreint sakavottorð
 • Íslensku kunnátta er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2018. Upphafsdagur ráðningar er samkvæmt samkomulagi. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Með umsókn skal skila ferilskrá (CV) og rökstuðningi á hæfni einstaklings í starfið.

Nánari upplýsingar veitir María Rún Hafliðadóttir mannauðsstjóri FoodCo á maria@foodco.is. Hægt er að sækja um starfið á www.Foodco.is .

 

Öllum umsóknum verður svarað.