Deildarlæknir á kvennadeildum Landspítala

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 07/12/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf deildarlæknis á kvennadeildum Landspítala. Starfið er tímabundið frá 15. janúar 2019 til 31. ágúst 2019, eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% og er unnið í dagvinnu og á staðarvöktum.

Deildarlæknar kvennadeilda starfa á meðgöngu-, fæðingar- og sængurlegudeildum ásamt kvenlækningadeild Landspítala. Þeir taka þátt í allri kennslu/ fræðslu námslækna á deildinni. Allir deildarlæknar deildarinnar fá handleiðara.

Helstu verkefni og ábyrgð » Þjálfun í kvenlækningum með þátttöku í klínísku starfi
» Þátttaka í framhaldsmenntun og vísindastarfi
» Handleiðsla og kennsla kandídata og læknanema

» Þjálfun í kvenlækningum með þátttöku í klínísku starfi
» Þátttaka í framhaldsmenntun og vísindastarfi
» Handleiðsla og kennsla kandídata og læknanema

Hæfnikröfur » Góð færni í mannlegum samskiptum og öguð vinnubrögð
» Íslenskukunnátta
» Almennt íslenskt lækningaleyfi

» Góð færni í mannlegum samskiptum og öguð vinnubrögð
» Íslenskukunnátta
» Almennt íslenskt lækningaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem tæplega 6.000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 02.01.2019 Nánari upplýsingar Kristín Jónsdóttir, kjonsd@landspitali.is, 825 3761 Anna Dagný Smith, annads@landspitali.is, 825 3675 LSH Aðstoðarlæknar kvennadeilda Hringbraut 101 Reykjavík