SUMARSTÖRF Í FLUGVERNDARDEILD KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

  • Isavia
  • 07/12/2018
Fullt starf / hlutastarf Ferðaþjónusta Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Isavia leitar að einstaklega þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.

Starfið felst m.a. í öryggisleit og eftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu.

Hæfniskröfur:

  • Aldurstakmark 18 ár
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði rituðu og mæltu mál
  • Rétt litaskynjun
  • Lágmark tveggja ára framhaldsnám, eða sambærilegt nám

Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar

Starfsstöð: Keflavík

SÆKJA UM