Helgafellsskóli - Nýr skóli – Spennandi tækifæri

  • Mosfellsbær
  • 07/12/2018
Fullt starf / hlutastarf Kennsla

Um starfið

VILTU VERA MEÐ Í AÐ MÓTA OG ÞRÓA NÝJAN SKÓLA Í FALLEGU UMHVERFI SEM OPNAR Í HELGAFELLHVERFI  Í MOSFELLSBÆ Í JANÚAR 2019? 

Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi. Hugmyndafræði skólans varð til í samvinnu rýnihópa í samfélaginu og hönnun skólans tók mið af því. Grunngildi menntunar skapa umgjörð skólastarfsins ásamt uppeldismarkmiðum sem lúta að hreyfingu, hollustu, leik, sköpun, listnámi og upplýsingatækni.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGU STARFSFÓLKI Í EFTIRTALDAR STÖÐUR FRÁ 15. JANÚAR 2019. 

Frekari upplýsingar um störfin má finna á www.mos.is 

  • Deildarstjóra í 50% starf
  • Grunnskólakennara í 50% starf
  • Sérkennara í fullt starf
  • Skólaritara í fullt starf
  • Aðstoðarmatráð í fullt starf
  • Tómstundafræðing í fullt starf 
  • Þrjá leikskólakennara í fullt star 

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.   

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið rosai@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri í síma 694-7377. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.