Forstöðumaður félagsmiðstöð - Kringlumýri Laugó

 • Reykjavíkurborg
 • Frístundamiðstöðin Kringlumýri félagsmiðst. Laugó, Safamýri 28
 • 07/12/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Félagsmiðstöðin Laugó

Frístundamiðstöðin Kringlumýri og félagsmiðstöðin Laugó óska eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling til starfa.

Laugó er starfrækt undir Frístundamiðstöðinni Kringlumýri sem er meðal annars með fimm félagsmiðstöðvar í Laugardal- Háaleiti- og Bústaðahverfi.

Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna- og unglinga í gegnum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva eru börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára. Félagsmiðstöðin Laugó er staðsett inní Laugalækjarskóla.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • * Skipulagning á faglegu félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
 • * Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
 • * Samráð og samvinna við börn, unglinga og starfsfólk.
 • * Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
 • * Starfsmannamál.
 • * Framkvæmd og skipulag starfsins í samvinnu við starfsmenn og ungmenni út frá viðmiðum og starfsreglum SFS.

Hæfniskröfur

 • * Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg
 • menntun.
 • * Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
 • * Reynsla af frítímastarfi með unglingum.
 • * Reynsla af stjórnun.
 • * Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • * Skipulags og stjórnunarhæfileikar.
 • * Færni í samskiptum.
 • * Almenn tölvu og samskiptamiðla kunnátta.
 • * Góð íslenskukunnátta.
 • Vinsamlegast látið ferilskrá fylgja umsókn.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.12.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Rafns Jónsdóttir í síma 411-5400 og tölvupósti thorhildur.rafns.jonsdottir@reykjavik.is.

Frístundamiðstöðin Kringlumýri félagsmiðst. Laugó
Safamýri 28
108 Reykjavík