Ertu nærandi?

 • Vínbúðin
 • 07/12/2018
Fullt starf Veitingastaðir Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Við leitum að jákvæðum einstaklingi í mötuneyti okkar að Stuðlahálsi sem hefur ánægju af því að gefa svöngu fólki hollan og góðan mat að borða.

Viðkomandi þarf að geta leyst matreiðslumann af, meðal annars í sumarfríum og leitum við að einstaklingi sem er menntaður matráður eða hefur reynslu af eldamennsku fyrir stóran hóp.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Aðstoð við undirbúning hádegisverðar og kaffitíma
 • Áfyllingar og afgreiðsla
 • Uppvask og frágangur

Í fjarveru matreiðslumanns

 • Matreiðsla á hádegisverði
 • Yfirumsjón með morgun- og síðdegiskaffi 
 • Umsjón með mat- og veisluföngum fyrir fundi og uppákomur

Hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegu eða tilheyrandi menntun
 • Áhugi á heilsueflandi matargerð
 • Snyrtimennska áskilin
 • Góð framkoma og lipurð í samskiptum.

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 27. desember nk. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is Nánari upplýsingar veitir: Guðrún Símonardóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700