Starfsmaður óskast

  • Raflausnir Rafverktakar
  • 07/12/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

Raflausnir Rafverktakar. óskar eftir metnaðargjörnum einstaklingi í þjónustuteymi fyrirtækisins.

Vegna mikilla anna vantar okkur heiðarlegan og góðan einstakling í lið með okkur með framtíðarstarf í huga. Starfið felst í uppsetningu og þjónustu á nánast öllu sem tengist rafvirkjun.

Við leitum að ábyrgum, heiðarlegum og duglegum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í hóp og getur tekist á við krefjandi verkefni.

Óskað er eftir rafvirkja eða vönum einstaklingi. Menntun er kostur en ekki skilyrði.

Fyritækið er löggiltur rafverktaki með meistara í rafvirkjun og getur því tekið nema á samning.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á Einir@raflausnir.is
Fullum trúnaði heitið.