Sölustjóri

  • Deilir Tækniþjónusta
  • 07/12/2018
Fullt starf Stjórnendur Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Við leitum að árangursdrifnum og vönduðum sölustjóra með reynslu af sölu á vélbúnaði.

Viðskiptavinir okkar eru Orku- og veitufyrirtæki í grænum orkuiðnaði á Íslandi og á völdum mörkuðum erlendis.

Helstu verkefni:
• Gerð söluáætlana, tilboðsgerð og samningar við viðskiptavini félagsins
• Skipulagning söluferða og vörukynninga
• Markaðssetning og eftirfylgni á mörkuðum félagsins
• Samvinna við tæknisvið, vöruþróun og innkaupasvið
• Samskipti við innlenda og erlenda birgja

Hæfiskröfur
• Menntun á véla- og tæknisviði sem nýtist í starfi
• Reynsla af störfum á sölu- og markaðssviði er æskileg
• Haldgóð þekking á íslensku og ensku máli í ræðu og riti
• Hæfni í mannlegum samskiptum

Upplýsingar um fyrirtækið eru á www.deilir.is

Fyrirspurnir og umsóknir ásamt ferilskrá sendist á jj@dts.is

Umsóknir berist eigi síðar en 21. desember.