Hjúkrunarfræðingur á hjartasviði

  • Reykjalundur
  • 07/12/2018
Hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus er til umsóknar 80% staða hjúkrunarfræðings á hjartasviði.

Staðan er laus frá 2. janúar 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og þarf viðkomandi að búa yfir þekkingu á hjartasjúkdómum og meðferð þeirra ásamt ríkri hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðis í starfi.

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn.
Laun byggja á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.

Upplýsingar um starfið veita Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóra hjúkrunar í síma 585-2129, netfang; laras@reykjalundur.is og
Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143, netfang; gudbjorg@reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 27. desember 2018.

Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðunni www.reykjalundur.is