Lögfræð­ingur í kjara- og vinnu­rétt­ar­málum

  • Capacent
  • 07/12/2018
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins leitar að metnaðarfullum og úrræðagóðum lögfræðingi.

KMR er miðstöð kjara- og mannauðsmála hjá ríkinu og ber ábyrgð á stefnumótun og framþróun málaflokksins. Einingin kappkostar að veita ráðuneytum og stofnunum vandaða ráðgjöf og stuðning í þessum efnum.

Dagleg verkefni eru fjölbreytt og spanna öll svið vinnumarkaðs- og mannauðsmála, svo sem lögfræðilegar umsagnir, ráðgjöf um framkvæmd kjarasamninga og starfsmannamála, miðlun upplýsinga, fræðsla og virk þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra starfsaðferða. Lögfræðingurinn sem við leitum eftir þarf að hafa áhuga á vinnumarkaðsmálum og starfsumhverfi hins opinbera.

Til að ná góðum árangri í starfinu þarf sérfræðingurinn að vera með góða greiningargetu, vera útsjónarsamur og eiga auðvelt með samskipti.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistara- eða embættispróf í lögfræði er skilyrði.
  • Áhugi og þekking á sviði vinnuréttar og kjaramála.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur og áhugi skilyrði.
  • Rík samskiptahæfni og uppbyggilegt viðmót.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi.
  • Lausnamiðuð og gagnrýnin hugsun.
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði.

Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir hjá Capacent ráðningum og Aldís Stefánsdóttir (aldis@fjr.is) hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2019

Kjara- og mannauðssýsla er sérstök starfseining innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Á KMR eru 14 metnaðarfullir sérfræðingar með mikla reynslu af vinnumarkaðsmálum. Framundan eru krefjandi verkefni á vettvangi kjaramála, í málefnum stjórnenda og stefnumótun mannauðsmála ríkisins. Verkefnin fela í sér mikil tækifæri fyrir dugmikla manneskju.