Fram­leiðslu­stjóri

 • Capacent
 • 07/12/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Fiskkaup óskar eftir að ráða framleiðslustjóra.

 

Starfsmaðurinn mun heyra beint undir framkvæmdastjóra félagsins og sjá um daglegan rekstur fiskvinnslu.

 

Starfssvið

 • Daglegur rekstur verksmiðju og stjórnun starfsmanna.
 • Skipulagning framleiðslu og samskipti við birgja.
 • Rekstur framleiðslukerfa og gæðaeftirlit.
 • Ábyrgð á innkaupum og samningagerð.
 • Áætlanagerð og vöruþróun.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Yfirgripsmikil reynsla af samsvarandi starfi.
 • Framúrskarandi þekking á framleiðslu sjávarafurða.
 • Góð þekking á Innova og Marel kerfum.
 • Góð tungumálakunnátta.
 • Góðir stjórnunarhæfileikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Mikil færni í mannlegum samskiptum.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2018

Sækja um starf   Nánari upplýsingar:   Ragnheiður Dagsdóttir

540 7119

ragnheidur.dagsdottir@capacent.is

Hanna María Jónsdóttir

540 7109

hanna.jonsdottir@capacent.is