Innkaupastjóri

 • Intellecta
 • 07/12/2018
Fullt starf Sölu og markaðsstörf Verslun og þjónusta

Um starfið

Ört vaxandi byggingavöruverslun sem starfar í krefjandi samkeppnisumhverfi óskar eftir að ráða kraftmikinn innkaupastjóra til starfa. 

Útgáfudagur 07-12-2018 Umsóknarfrestur 17-12-2018 Númer 900340

Helstu verkefni

 

 • Stýring innkaupa og mótun innkaupaferla
 • Gerð og eftirfylgni innkaupapantana, innflutningur og tollskýrslugerð 
 • Samskipti við birgja
 • Yfirumsjón með öryggismerkingum, hættusetningum, öryggisblöðum, CE vottunum og varðveislu gagna er tengjast þeim

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Að lágmarki þriggja ára reynsla af innflutningi, innkaupaferlum og birgðastýringu
 • Reynsla af samningagerð
 • Mjög góð tölvukunnátta
 • Gott vald á ensku í ræðu og riti
 • Nákvæmni, skipulagshæfni og samskiptafærni 
 • Reynsla af byggingavörum eða tengdri starfsemi kostur

 

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fyllt út á www.intellecta.is fyrir 17. desember 2018. 

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.