Starfsmannastjóri

  • Kópavogsbær
  • 08/12/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Laus er til umsóknar staða starfsmannastjóra hjá Kópavogsbæ.

 

Starfsmannastjóri er yfirmaður starfsmanna- og launadeildar. Hann ber ábyrgð á rekstri deildarinnar í samræmi við lög, reglugerðir og samninga, sett markmið bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun á hverjum tíma. Starfsmannastjóri heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Á deildinni starfa tíu starfsmenn.

 

Helstu verkefni

 

· Starfsmannastjóri ber ábyrgð á faglegu starfi starfsmanna- og launadeildar.

· Ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga sem unnið er eftir hjá Kópavogsbæ hverju sinni.

· Ábyrgð á að laun séu greidd samkvæmt gildandi samningum, lögum og reglugerðum.

· Aðstoð við kjarasamninga og samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna kjaramála.

· Ábyrgð á gerð stjórnenda- og tölfræðiupplýsinga úr launagögnum.

· Virk þátttaka í gerð og framkvæmd launaáætlana ásamt innleiðingu jafnlaunavottunar

· Ráðgjöf og upplýsingar til stjórnenda og bæjarfulltrúa varðandi starfsmannamál

Menntunar- og hæfniskröfur

 

· Háskólamenntun í viðskiptafræði, lögfræði, mannauðsstjórnun eða sambærilegum greinum sem nýtist í starfi.

· Þekking og reynsla á sviði starfsmannastjórnunar er skilyrði

· Reynsla af launa- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg

· Leiðtoga- og stjórnunarhæfni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Magnússon (pallm@kopavogur.is) s. 441 0000.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

 

Sækja um starf