Sér­fræðingur í mannauðsmálum

 • Sjóvá
 • 08/12/2018
Fullt starf Ráðgjafar Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Við leitum að metnaðarfullum ein­stak­lingi í mannauðsteymi okkar. Í boði er spenn­andi starf hjá kraft­miklu fyr­ir­tæki.

 

Við leitum að ein­stak­lingi með:

 • brennandi áhuga á fræðslu- og mannauðsmálum
 • afburðahæfni í mannlegum samskiptum
 • reynslu af ráðgjöf og stjórnun verkefna
 • frumkvæði og mikla getu til að starfa sjálfstætt
 • háskólamenntun sem nýtist í starfi

Starfið felur í sér:

 • þátttöku í mótun og stjórnun mannauðsmála
 • umsjón með ráðningum og móttöku nýs starfsfólks
 • yfirumsjón með skipulagi fræðslumála
 • upplýsingagjöf til starfsfólks
 • viðburðastjórnun


Umsókna­frestur er til og með 17. desember nk., sótt er um starfið hér fyrir neðan.

Nán­ari upp­lýs­ingar veitir Ágústa B. Bjarna­dóttir, mannauðsstjóri í síma 440 2000 eða agusta.bjarnadottir@sjova.is.

Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmti­legur hópur fólks sem kapp­kostar að veita viðskipta­vinum af­burðaþjón­ustu.
Sjóvá er Fyr­ir­tæki árs­ins í flokki stærri fyr­ir­tækja í vinnu­markaðskönnun VR. Kann­anir sýna einnig að starfsánægja hjá Sjóvá er með því allra mesta sem mæl­ist hér­lendis.
Sjóvá er efst trygg­ingafélaga í Íslensku ánægju­vog­inni. Við gleðjumst yfir því að viðskipta­vinir okkar séu ánægðari.