Við viljum ráða lögmenn til starfa á Akureyri

  • Pacta lögmenn
  • 17/12/2018
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Akureyri og Norðurland


Við leitum að bæði lögfræðingi og lögmanni með héraðsdómsréttindi og starfsreynslu til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Pacta á Norðurlandi, með starfsstöð á Akureyri. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og samningagerðar, réttargæsla og verjandastörf í opinberum málum, úrlausnarefni á sviði kröfuréttar, málflutningur og ábyrgð á mætingum í héraðsdóma og hjá Sýslumannsembættum.
Í störfin leitum við að ábyrgum og drífandi einstaklingum sem hafa metnað til að ná árangri í starfi, geta unnið sjálfstætt og búa yfir mikilli samskiptafærni.

Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason, rekstrarstjóri Pacta Lögmanna, í síma 440 7900 og á netfang benjamin@pacta.is. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2018. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarupplýsingar. Ráðið verður í störfin samkvæmt nánara samkomulagi.