SUMARSTÖRF Á LAGER FRÍHAFNARINNAR

  • Fríhöfnin
  • 11/01/2019
Sumarstarf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Um er að ræða sumarstörf á lager Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

 

Starfið felst í almennum lagerstörfum. Unnið er í vaktavinnu.

 

Hæfniskröfur

  • Meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

 

Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað fram yfir miðjan ágúst.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Guðjónsson, mannauðstjóri Fríhafnarinnar, í netfangi hallur.gudjonsson@dutyfree.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2019.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

SÆKJA UM