Deildarstjóri í málefnum aldraðra

  • Sveitarfélagið Ölfus
  • 28/12/2018
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Deildarstjóri í málefnum aldraðra óskast til starfa hjá Sveitarfélaginu Ölfusi í 100% starf. Auglýst er eftir öflugum og metnaðarfullum leiðtoga til að stýra málefnum eldri borgara í sveitarfélaginu.

Helstu verkefni
• Stjórnunarleg ábyrgð á þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu
• Ábyrgð á daglegri umsjón með rekstri dagdvalar, stuðningsþjónustu og mötuneyti
• Stefnumótun og umbótastarf

Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af vinnu með öldruðum
• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af stjórnun og umbótarstarfi
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist til;
Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings á netfangið maria@hveragerdi.is, fyrir 25. janúar 2019.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags innan Bandalags háskólamanna.

Samstarf er á milli sjö sveitarfélaga í Árnessýslu á sviði skóla- og velferðarþjónustu.
Einn forstöðumaður er yfir svæðinu og er sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd. Forstöðumaður hefur yfirumsjón með faglegu starfi og ráðgjöf. Sveitarfélögin bjóða upp á fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm til nýrra verkefna og vinnubragða.