Rekstrarstjórnstöð

  • Isavia
  • 04/01/2019
Sumarstarf Ferðaþjónusta Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Isavia leitar að einstaklega þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.

Helstu verkefni eru vöktun kerfa í flugstöðinni ásamt samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn. Úthlutun á flugvélastæðum, brottfararhliðum og innritunarborðum. Eftirlit og stýring umferðar í farangurssal flugstöðvarinnar. Móttaka og úrvinnsla allra erinda sem og önnur tilfallandi verkefni. Um vaktavinnu er að ræða.

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Aldurstakmark 20 ár
  • Góð færni í ensku og íslensku er skilyrði
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Reynsla af upplýsingakerfum er kostur

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar

Starfsstöð: Keflavík