Bílastæðaþjónusta

  • Isavia
  • 04/01/2019
Sumarstarf Bílar Ferðaþjónusta Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Isavia leitar að einstaklega þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.

Helstu verkefni eru umsjón með farangurskerrum í og við flugstöðina, almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar, tilfærslur á ökutækjum og  sótthreinsun á veiðibúnaði. Um vaktavinnu er að ræða.

Hæfniskröfur:

  • Aldurstakmark 18 ár
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
  • Bílpróf æskilegt

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.