Aðstoðarleikskólastjóri - Borg

 • Reykjavíkurborg
 • Borg, Maríubakka 1
 • 08/01/2019
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Borg

Laust er til umsóknar starf aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Borg.

Leikskólinn Borg er sex deilda leikskóli með tvær starfstöðvar, Arnarborg sem stendur við Maríubakka 1 og Fálkaborg sem stendur við Fálkabakka 9. Leikskólinn Borg er heilsuleikskóli og markmið leikskólans er að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan barna með því að efla líkams-, hreyfi-, tilfinninga-, vitsmuna-, félags-, fagur- og siðgæðisþroska. Leiðarljós leikskólans er Virðing – Ábyrgð - Umhyggja.

Mörg ný og spennandi verkefni eru fram undan sem skemmtilegt verður að vinna að

Starfið er laust frá 1. apríl. nk., eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna með leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu kennslu- og uppeldisstarfsins.
 • Vera staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans.
 • Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans.
 • Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
 • Vera faglegur leiðtogi.
 • Sinna öðrum verkefnum sem leikskólastjóri felur honum.

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari.
 • Reynsla af starfi í leikskóla
 • Reynsla af stjórnun er æskileg.
 • Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Áhugi og/eða reynsla af að leiða þróunarstarf.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags stjórnenda leikskóla.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 21.1.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Guðmundsdóttir í síma 693-9854 og tölvupósti gyda.gudmundsdottir@rvkskolar.is.

Borg
Maríubakka 1
109 Reykjavík