Leikskólakennari/leiðbeinandi - Grandaborg

 • Reykjavíkurborg
 • Grandaborg, Boðagranda 9
 • 08/01/2019
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Grandaborg

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Grandaborg .

Aðalmarkmið leikskólastarfsins er að efla sjálfsmynd barna og styrkja þau í að takast á við verkefni í daglegu lífi í leikskólanum og utan hans. Unnið er að gerð nýrrar skólanámskrár með áherslu á heilsueflingu og útinám. Leikskólinn er kominn í samstarf við Heilsuleikskóla og er í dag svokallaður leikskóli á Heilsubraut. Leikskólinn hefur hlotið styrk til að vinna að bættum samskiptum heimilis og skóla í fjölmenningarlegu umhverfi

Í Grandaborg starfar hópur einstaklinga sem hefur það markmið að hafa gaman af vinnu með börnum, eiga góðar stundir í hópi með öðrum fullorðunum og njóta þeirra ýmsu fríðinda sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg. Þess vegna teljum við þetta starf henta þér.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
 • Sveigjanleiki í samskiptum og samvinnu
 • Frumkvæði í starfi.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 21.1.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Jónsdóttir í síma 562-1855 / 849-4780 og tölvupósti helena.jonsdottir@reykjavik.is.

Grandaborg
Boðagranda 9
107 Reykjavík