Teymisstjóri í heimahjúkrun

 • Reykjavíkurborg
 • Þjónustumiðstöð Laugardals og Háleitis, Efstaleiti 1
 • 10/01/2019
Fullt starf

Um starfið

Heimahjúkrun Laugardals og Háaleitis

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis auglýsir eftir teymisstjóra í heimahjúkrun í afleysingu í 18 mánuði.

Við samþætta heimaþjónustu starfa heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum. Um er að ræða 90-100% starf. Heimahjúkrun leggur áherslu á jákvætt starfsumhverfi og er þátttakandi í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
 • Fagleg ábyrgð á veittri þjónustu teymis
 • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
 • Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
 • Samskipti við heilbrigðisstofnanir

Hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi kostur
 • Reynsla af stjórnun og teymisvinnu æskileg
 • Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
 • Góð samskipta- og skipulagshæfni
 • Faglegur metnaður og frumkvæði
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 22.1.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragna Lilja Garðarsdóttir í síma 411-1500 og tölvupósti ragna.l.gardarsdottir@reykjavik.is.

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háleitis
Efstaleiti 1
103 Reykjavík