Umsjónarkennari - Sæmundarskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Sæmundarskóli, Gvendargeisla 168
 • 10/01/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Sæmundarskóli

Laus er til umsóknar staða umsjónarkennara í Sæmundarskóla í Grafarholti vegna forfalla.

Einkunnarorð Sæmundarskóla eru gleði, virðing, samvinna. Þau gefa tóninn fyrir skólabraginn og eru leiðarljós í starfinu.

Um er að ræða 100% stöðu.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár.

Hæfniskröfur

 • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Menntun og hæfni til almennrar kennslu
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Faglegur metnaður.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags grunnskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 23.1.2019
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Hannesdóttir í síma og tölvupósti .

Sæmundarskóli
Gvendargeisla 168
113 Reykjavík