Hjúkrunarfræðingur - Göngudeild hjartabilunar- Hjartadeild

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 11/01/2019
Fullt starf / hlutastarf

Um starfið

Göngudeild hjartabilunar við Hringbraut óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Æskilegt er að umsækjandi hafi áhuga og reynslu af hjúkrun hjartasjúklinga og/ eða langveikra. Deildin heyrir undir hjartadeild lyflækningasviðs og þar starfa fjórir hjúkrunarfræðingar ásamt hjartalæknum. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og unnið er í nánu samstarfi við fagfólk innan og utan Landspítala.

Í boði er einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starfið býður upp á einstakt tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.

Velkomið er að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur, verkefnastjóra göngudeildar hjartabilunar.

Helstu verkefni og ábyrgð » Ábyrgð á hjúkrun, fræðslu, ráðgjöf og stuðningi til einstaklinga með hjartabilun og aðstandenda þeirra
» Móttaka og upplýsingagjöf til sjúklinga ásamt símaþjónustu
» Ráðgjöf um meðferð sjúklinga með hjartabilun til annarra fagaðila
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
» Virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu deildar

» Ábyrgð á hjúkrun, fræðslu, ráðgjöf og stuðningi til einstaklinga með hjartabilun og aðstandenda þeirra
» Móttaka og upplýsingagjöf til sjúklinga ásamt símaþjónustu
» Ráðgjöf um meðferð sjúklinga með hjartabilun til annarra fagaðila
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
» Virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu deildar

Hæfnikröfur » Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Jákvæði og góð samskiptahæfni
» Áhugi á hjúkrun hjartasjúklinga
» Sjálfstæð vinnubrögð
» Faglegur metnaður og áhugi á að taka þátt í frekari uppbyggingu deildarinnar

» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Jákvæði og góð samskiptahæfni
» Áhugi á hjúkrun hjartasjúklinga
» Sjálfstæð vinnubrögð
» Faglegur metnaður og áhugi á að taka þátt í frekari uppbyggingu deildarinnar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Upphaf starfs er samkvæmt samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 60 - 80% Umsóknarfrestur 28.01.2019 Nánari upplýsingar Bylgja Kærnested, bylgjak@landspitali.is, 825 5106 Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, gudbjjgu@landspitali.is, 825 5133 LSH Hjartadeild Hringbraut 101 Reykjavík