Sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum

 • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
 • 11/01/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sviði vinnumarkaðsmála

Í boði er spennandi starf fyrir dugmikinn einstakling

Starfssvið:

 • Ráðgjöf til félagsmanna, m.a. gerð ráðningarsamninga og upplýsingagjöf um réttinda- og kjaramál
 • Afgreiðsla umsókna um félagsaðild
 • Kynningar- og fræðslumál
 • Gagnavinnsla tengd kjarasamningsgerð
 • Þátttaka við gerð stofnanasamninga og kjarasamninga

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum æskileg
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Rík þjónustulund
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð greiningarhæfni
 • Góð tölvuþekking, sérstaklega á töflureikni (Excel)
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðfinnur Þór Newman, framkvæmdastjóri KVH (gudfinnur@bhm.is) í síma 595-5141. Umsóknir, ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréf, óskast sendar á netfangið gudfinnur@bhm.is.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar nk.