ÖFLUGUR MÆLINGAMAÐUR MEÐ MEIRU

 • Köfunarþjónustan
 • 11/01/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar Sjávarútvegur Önnur störf

Um starfið

Köfunarþjónustan og Jarðfræðistofa K T óska eftir öflugum mælingamanni í fjölbreytt og lifandi starf. Saman reka þessir aðilar alhliða mælingadeild, búna nýjasta tækjabúnaði.
Fyrirtækið flytur í nýjar bækistöðvar á næstunni, sérstaklega hannaðar undir starfssemina.

Markmið starfseminnar er að sækja fram á þessu sviði og verða öflugur aðili í mælingum meðal annars með fjárfestingum í nýjustu tækni. Við höfum meðal annars tekið að okkur verkefni í Grænlandi og Færeyjum.

STARFSSVIÐ/ÁBYRGÐ

 • Dýptar- og landmælingar
 • Úrvinnsla gagna
 • ROV gagnaöflun
 • Verkefnaöflun og tilboðsgerð
 • Önnur tilfallandi verkefni
 • Sveigjanlegur vinnutími

HÆFNISKRÖFUR

 • Góður bakgrunnur í mælingum
 • Vanur bátum
 • Gott tengslanet
 • Meirapróf æskilegt
 • Góð tölvukunnátta æskileg
 • Kunnátta í ensku

EIGINLEIKAR

 • Nákvæmni og öguð vinnubrögð
 • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
 • Hæfni í mannlegumsamskiptum

Viðkomandi hefur bíl til afnota. Hann hefur umsjón með sérsmíðuðum mælingabáti, tvíbytnunni Kríunni.

Áhugasamir sendi ferilskrá og meðmæli á hallgrimur@diving.is.

Varðandi frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við Hallgrím Ingólfsson á hallgrimur@diving.is eða í síma +354 893 8303.